Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru

Fréttir af veiðinni

Veiðin fer nokkuð vel af stað ,fært er orðið inn að Réttarvatni og hafa menn verið að fá góða veiði þar af fallegri bleikju , dauft hefur verið í Arnarvatni sjálfu en góð veiði í Austurá og kom 6 punda urriði þar í vikunni , Veiðimenn hafa verið að sjá töluvert af fiski í lónunum en hann virðist liggja nokkuð djúpt og ekki koma upp að landinu ,menn telja ástæðuna vera að það vanti hlýindi.Ekki er búið að opna sunnanfrá en verður sennilega upp úr miðjum júní.