Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru

Veiðileyfi

Nú fer að styttast í að veiðin byrji en undanfarin ár hefur verið hægt að hleypa umferð á veginn í byrjun júní við munum láta vita á heimasíðunni þegar fært verður fram að Arnarvatni. Þeir sem ætla að fara veiða en þurfa ekki gistingu geta bara mætt á svæðið Veiðifélagið er með starfsmann á svæðinu sem sér um sölu veiðileyfa ,veiðivörslu og þjónustu við veiðimenn en ekki er verra að hafa samband áður en lagt er í hann.Nú í kreppunni er þetta ódýrt sport tökum sem dæmi hjón með tvö börn sem koma til veiða eina helgi koma seinnipart föstudags og eru fram á sunnudag þá kostar veiðileyfi og gisting fyrripart sumars 29.500 en 25.100 seinnipart sumars þetta miðast við að hjónin kaupi bæði veiðileyfi en frítt er í veiði fyrir börnin. Nú er bara að hafa samband og athuga hvað er laust júni er orðinn mikið bókaður þó er eitthvað laust í miðri viku .