Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru

Jólakveðja

Óskum veiðimönnum gleðilegra jóla með ósk um fengsælt veiðisumar 2012

Kveðja úr Húnaþingi

Opið upp úr Miðfirði

Opnað var upp úr Miðfirði um 10 júní og er færðin góð fram að Arnarvatni stóra . Kalt hefur verið en heldur er að hlýna á svæðinu . Veiðin hefur gengið sæmilega en flugan hefur ekki látið sjá sig ennþá. Þeir sem eru að fara í veiði geta haft samband við Eirík veiðivörð í síma 8932449 eða Rafn formann Veiðifélagsins í síma 8927576 til að fá nánari upplýsingar.Ennþá er lokað úr Sesseljuvík suður að Norðlingafljóti.

 

Verðskrá

Nú er verðskrá vegna sumarsins 2011 komin inn á síðuna smellið á verðskrá hér til hægri

Kveðjur úr Húnaþingi

Fréttir

Veiðin undanfarnar vikur hefur verið þokkaleg og menn verið ánægðir með dvölina í heiðarsælunni.
Nýlega er búið að tengja djúpdæluna í kaldavatnsborholuna þannig að nú er loksins nóg af köldu, fersku vatni á staðnum.
Rafn formaður fer 28.júlí til Kanada og kemur aftur til landsins sunnudaginn 8.ágúst þannig að hann verður ekki í aðstöðu til að sjá um bókanir á veiðileyfum og gistingu.
Fólk er beðið um að hafa samband við Theodór s.8430483 eða Eirík s. 8932449 veiðiverði eða Þorstein á Fosshól s.8950582.
Hægt er að fá gistingu af og til í ágúst, þannig að nú er um að gera að drífa sig í veiði

Fréttir af veiðinni

Veiðin  hefur farið nokkuð vel af stað og eru komnir um 200 fiskar á land, þeir hafa aðallega veiðst í Grandalónum og í morgun veiddust 3 fiskar í Þúfulóni einnig hefur veiðst eitthvað í Réttarvatni.Einmuna veðarblíða hefur verið undanfarna daga og er flugan mætt á svæðið. Eitthvað er laust í gistingu næstu daga og er um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að skjótast í veiði núna. Hægt er að hafa samband við Eirík veiðivörð í síma 8932449 til að fá nánari fréttir af svæðinu.

Búið að opna

Búið er að opna veiðisvæðið við Arnarvatn stóra , Eiríkur veiðivörður er mættur á svæðið hægt er að hafa samband við hann í síma 8932449 til að fá fréttir af veiðinni.Laust er í  gistingu 6-10 júní ef að einhverjir hafa áhuga að fara í veiði þá hafið samband við Rafn í síma 8927576

Verðskrá sumarið 2010

Nú er komin verðskrá fyrir sumarið 2010 smellið á tengilinn verðskrá til hægri .Þið getið sent tölvupóst með að smella á tengilinn hafa samband til hægri það á að vera komið í lag. Nú bíða menn eftir að sumarið verði gott en nú er enginn snjór á Arnarvatnsheiði þannig að ef tíðarfar verður gott í vor þá gæti veiðin byrjað nokkuð snemma

Kveðja úr Húnaþingi

 

Jólakveðja

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru óskar veiðimönnum og félagsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um gott veiðisumar 2010

Tölvupóstur

Bilun er í tölvupóstkerfi síðunnar þar sem tölvupóstur strandar einhvers staðar á leiðinni ,unnið er að því að finna út hvað veldur. Vinsamlegast sendið póst beint á rafnben@simnet.is þangað til að búið er að finna út hvað veldur.

 

 

Fréttir

Nú er sumarið liðið og veiðimenn farnir að huga að næsta sumri við munum birta verðskrá fyrir 2010 hér í byrjun janúar. Veiðin síðasta sumar hefði nú mátt vera betri þó að margir hafi lent í ágætri veiði. Nú í október var borað eftir köldu vatni og gekk það mjög vel borað var niður á ca 50 m dýpi og fékkst tæpur sekúndulítri af vatni.Þeir sem eru að spá í gistingu sumarið 2010 geta pantað hana hjá Rafni Ben í síma 8927576