Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru

Fréttir af veiðinni

Frekar dauft hefur verið yfir veiðinni undanfarið enda hefur verið mjög kalt á svæðinu 7-8 stiga hiti á daginn og um frostmark á nóttunni .  Það hlýnaði í gær og nú er 20 stiga hiti við Arnarvatn og vonumst við að það fari að lifna yfir veiðinni. Set inn pistil þegar eitthvað gerist .

Veiðifréttir

Það lifnaði yfir veiðinni í Arnavatni stóra í gær mánudag  þá veiddist töluvert af urriða þar á meðal einn 8 punda, hlýtt var í veðri í gær og staðfestir það kenningu Eiríks veiðivarðar að   of kalt hafi verið undanfarið til að hann fari að ganga upp að landinu. Einnig er ágæt veiði í Austurá og Réttarvatni.Ef ykkur vantar nánari upplýsingar þá getið þið hringt í Eirík í síma 8932449.

Fréttir af veiðinni

Veiðin fer nokkuð vel af stað ,fært er orðið inn að Réttarvatni og hafa menn verið að fá góða veiði þar af fallegri bleikju , dauft hefur verið í Arnarvatni sjálfu en góð veiði í Austurá og kom 6 punda urriði þar í vikunni , Veiðimenn hafa verið að sjá töluvert af fiski í lónunum en hann virðist liggja nokkuð djúpt og ekki koma upp að landinu ,menn telja ástæðuna vera að það vanti hlýindi.Ekki er búið að opna sunnanfrá en verður sennilega upp úr miðjum júní.

Veiðin byrjar vel

Það veiddust 12 fiskar í Austurá um helgina þrátt fyrir leiðinlegt veður 10 fengust niður við Geiraldslæk og 2 stutt fyrir neðan Arnarvatn litla 3 og 5 punda fiskar. Vegurinn fram heiði er mjög góður nema eyrarnar framan við Aðalból eru mjög grófar.Þeir sem hafa áhuga að fara í veiði geta haft samband við Eirík veiðivörð í síma 8932449 eða Rafn síma 8927576.

Veiðin byrjuð

Búið er að opna veiðisvæðið við Arnarvatn stóra og eru nokkrir veiðimenn þar við veiðar nú um hvítasunnuhelgina . Eiríkur veiðivörður er  á svæðinu  um helgina en verður ekki stöðugt fyrr en um næstu helgi þeir sem langar að komast í veiði í vikunni geta haft samband við Eirík í síma 8932449 eða Rafn í síma 8927576. Set inn pistil á morgun um hvernig hafi gengið um helgina og hvernig vegurinn er.

 

Aðalfundur

Aðalfundur Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru fyrir árin 2007 og 2008 verður haldinn í Laxahvammi fimmtudaginn 2.apríl n.k og hefst kl 21.00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf

Staðarbakka 18. mars 2009.

Rafn Benediktsson

Þorsteinn B Helgason

Stefán E Böðvarsson

Veiðileyfi

Nú fer að styttast í að veiðin byrji en undanfarin ár hefur verið hægt að hleypa umferð á veginn í byrjun júní við munum láta vita á heimasíðunni þegar fært verður fram að Arnarvatni. Þeir sem ætla að fara veiða en þurfa ekki gistingu geta bara mætt á svæðið Veiðifélagið er með starfsmann á svæðinu sem sér um sölu veiðileyfa ,veiðivörslu og þjónustu við veiðimenn en ekki er verra að hafa samband áður en lagt er í hann.Nú í kreppunni er þetta ódýrt sport tökum sem dæmi hjón með tvö börn sem koma til veiða eina helgi koma seinnipart föstudags og eru fram á sunnudag þá kostar veiðileyfi og gisting fyrripart sumars 29.500 en 25.100 seinnipart sumars þetta miðast við að hjónin kaupi bæði veiðileyfi en frítt er í veiði fyrir börnin. Nú er bara að hafa samband og athuga hvað er laust júni er orðinn mikið bókaður þó er eitthvað laust í miðri viku .

 

Verðskrá sumarið 2009

Nú er komin verðskrá fyrir sumarið 2009 við bjóðum óbreytt verð frá sumrinu 2008.
Þið getið skoðað verðskrána með að smella á tengilinn verðskrá hér til hægri

Gleðileg Jól

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru óskar veiðimönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um gott veiðisumar 2009

Sumarið 2009

Erum byrjaðir að bóka í gistingu fyrir sumarið 2009 endilega hafið samband og tryggið ykkur daga .
Síminn er 8927576 Rafn eða sendið tölnupóst.